miðvikudagur, maí 12, 2010

Hádegisæfing dauðans

Nú er sá háttur hafður á hjá FI-skokk að fjöldaáskoranir duga til þess að fá "sköllótta draslið" til samstarfs. Í krafti valds síns beittu nokkrir valinkunnir hlauparar klúbbsins persónutöfrum sínum til að knýja fram gæðaæfingu í dag, með einbeittan brotavilja að vopni. Það varð því úr eftir nokkurt samningaþref að farin var samningaleið og bæði valin flöt sprettun og endað á kolkröbb-un. Fyrst vóru semsé (eftir litla upphitun) teknir 5*3 mín. sprettir á flötu (vestureftir strönd)og til baka með 1:45 mín. á milli. Töluverð hröðun var í gangi en menn voru að skila frá 700m til tæpra 900m á þessu tímabili, eftir aldri og fyrri störfum. Var bleik því nokkuð brugðið að þessu loknu er "aðal í myndinni kom inn og sagði": "Fyrst við tókum ekki kolkrabbann þá er það minnsta sem við getum gert er að fara 3ja arminn". Einmitt! Ekkert betra við tímann að gera....svo við skriðum upp vafningsviðinn (brautin upp að Perlu)hvar meðlimir klifu í línu uppeftir. Síðan bar mannskapnum að auka hröðun við hlið, ofarlega, því þar "er hallinn nánast orðinn neikvæður". Að frátöldu öllu ofangreindu var þessi æfing sú jafnbesta sem verið hefur um nokkuð langt skeið og er leitun að annarri eins skemmtun. Mættir voru á séræfingu: Rúna Rut, Sigurborg, Ársæll, Jón Örn. Á framangreinda æfingu: Dagur (stefnandi), Gnarr (gerðabeiðandi), Huld (sækjandi), Björgvin (vitorðsmaður), Sigurgeir (verjandi)og Sigrún (tjónþoli).
Alls 7,3K af fullorðins
Au revoir!
aðal

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aðal, mér finnst svo gaman að lesa færslurnar þínar að ég er bara að spá í....hvenær á að gefa út bók? Fyrir næstu jól? Ég mæli með því.
Fannst sérstaklega gaman að;
"Síðan bar mannskapnum að auka hröðun við hlið, ofarlega, því þar "er hallinn nánast orðinn neikvæður"."
Gæsalöppum þarna, en...hverjum er ekki sama um það?
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt að missa af þessar snilldar æfingu en svona er það þegar maður þarf að "aumingjast" á sérleið (með fullri virðingu fyrir öðrum hótel meðlimum!). Er hægt að leggja inn formlega pöntun svona um miðjan júní að kolkrabbanum? get ekki betur munað en það hafi verið hin ljúfa æfing!
Kveðja
RRR