miðvikudagur, júní 02, 2010
Hádegisæfing 2. júní
Mætir: Forstart: Sigurborg, Kristján, Ársæll en á venjulega æfingu: Sigurgeir, Dagur, Óli og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuhringinn en óþreyttir tóku perrann og síðan rakleiðis í Nauthólsvík hvar berunarþörf félagsmanna, sem er misrík, braust fram af miklu offorsi. Strákarnir fóru askvaðandi út í sjó af steinbryggju og Dagur synti léttilega út að bryggju, hvar dýfingar af háu bretti fara fram, en hinir drengirnir svömluðu kátir við flæðarmálið, undir vökulu auga aðalritara. Ekki náðist mynd af hópnum saman en frænka Sigurgeirs sem stödd var á ströndinni í sólarkaffi Ísfirðingafélagsins og brottfluttra Bolvíkinga, náði að festa drenginn á stafrænt form.
Alls tæpir 9K
Kveðja,
aðalritari
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Eitthvað hefur nú verið átt við þess mynd í fótósjopp, drengurinn var í svartri lendarskýlu en ekki fjölblárri!
Nei, nei. Myndin er bara yfirlýst v. sólar. Allt annað á myndinni er eðlilegt!
Aðal
Þetta er ég...skýlan litaðist í sjónum ;o)
Kv. Glamúr
Ég sé ekki betur en þetta sé Janus Böðvarsson útgerðarmaður, aflakló og básúnuleikari búsettur á Ögri á Ströndum. Myndin er tekið þegar mótorbátur hans 'Hýrinn' fórst við Limasker í byrjun aldarinn þar sem Janus komst til lands við illan leik.
Mynd þessa má sjá í bókinni Vestfirskar Slysaannálar 3. bindi, bls. 56-57.
Skrifa ummæli