þriðjudagur, júní 15, 2010

Hádegisæfing í boði hússins þ. 15. júní



Stórskemmtileg æfing í dag en mættir voru, þ.e. sjáanlegir: Dagur, Óli, JGG, RRR og SBN. Ekki var hægt að fá betra veður en ákveðið var skv. beiðni frá félagsmönnum (heresay)að taka "tröppuna" sem heimfærð hefur verið á aðalritara, af einhverjum orsökum. Tókum semsagt upphitun út á Ægisíðu, hvar Óli Briem faldi sig og beið þess að við byrjuðum æfinguna. Tókum 1,2,3,4,3,2,1 mínútna spretti, hver með sínu lagi, með 1:30 mín. á milli nem 2 mín. á eftir 4. Skemmst er frá því að segja að þetta reyndist hin besta æfing og innihaldsrík með eindæmum. Er hvatt til frekari slíkra æfinga.
Alls 7,3K og "sorpkvörnin" var að mass'etta (einhverjir kynnu að halda að þetta væri tilvísun í mig sjálfa en svo er ekki, ég var löngum kölluð "ruslafatan", sökum ofátshæfileika)
Kveðja hlý og góð, yfir og út.
SBN

Engin ummæli: