Nú hefur loks tekist að hrekja alla félagsmenn á braut því einungis 3 mættu í dag; Óli, Huld og Sigrún og fór Óli í forstarti smá lengingu til að ná 10K en síams fóru tempóhlaup frá Ægisíðu að kafara í steikjandi sól. Skokkuðum síðan öll saman heim á hótel og Óli rétt náði inn í baðklefa karla fyrir lokun.
Alls 8,3-10K
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli