mánudagur, ágúst 30, 2010

Hádegis - hell 30. ágúst 2010

Jæja, þá er að koma miðnætti og maður svona rétt að ná andanum, og ætti því að vera fær um að blogga æfinguna. Strax í búningsklefanum fyrir æfingu sagði Übertrainer-inn, þetta er fyrsti dagurinn af "Hell-week". Svo mörg voru þau orð. Sannleiksgildi þessara orða átti eftir að raungerast nokkrum mínútum síðar.
Anyways, mættir voru, Jón Örn (sem ég skrifa núna fyrstann af því ég gleymdi að telja hann upp s.l. föstudag og biðst hér með formlega afsökunar á því) Gnarrinn, Guðni, Flakið, Innri, Sonurinn var líka mættur og Joey the lighting designer en þeir fór sér. Við hinir hlupum sem leið lá niður í Nauthólsvík þar sem Dagur setti okkur fyrir. Verkefni dagsins var þrekæfing sem einhver Cross-fit djöfsi kenndi Degi í sumarfríinu. Æfingingin fólst í eftirfarandi.
Hlaupa 1 hring 3 sett af æfingum
Hlaupa 2 hringi 2 sett af æfingum
Hlaupa 3 hringi og 1 sett af æfingum.
Hlaupahringurinn var á grasinu og í sandinum við víkina og var á að giska 300 metrar
Æfingasettin voru ekki af þessum heimi, en þau samanstóðu af;
20 armbeygjum,
20 magaæfingum (sit-up)
20 hnébeygjum (standandi og beygja niður fyrir 90°)
20 "hopp" (veit ekki hvað þessi æfing heitir en hún er svona. Byrja liggjandi á maganum standa upp og hoppa og klappa höndum saman fyrir ofan haus - endurtekið 20sinnum).

Í stuttu máli náði enginn að klára æfinguna en Gnarrin fór næst því og náði að hlaupa 3 hringina fyrir síðasta settið. Enda kemur þessi gríski guða-vöxtur ekki af sjálfu sér, eins og hann orðaði það sjálfur :-)
Flestir hinna náðu að klára fram að þriggja hringja hlaupinu.

Semsagt flestir tóku því samtals 100 armbeygjur, 100 maga, 100 hnébeygjur og 100 hopp. Það verður að segjast að þetta tók aðeins í, og var þ.a.l. alveg massa-góð æfing hjá foringjanum. Það verður að segjast að skrefin heim úr Nauthólsvíkinni voru annsi þung hjá okkur félögunum.
Samvkæmt mínum skilningi má eiga von á fleiri svona æfingum næstu misserin, sem er gott. Því það er nokkuð til í því sem átrúnaðargoð okkar allra, Gilzenegger sagði í sumar. "Það er öllum drullusama um það hvað þú hljópst 10Km á í vetur, það sem skiptir máli er að look-a vel í sundlaugunum". Svo mörg voru þau orð og yfirþjálfarinn hefur greinilega tekið mark á þessu og sett þrekæfingar á dagskrá allavega fram að ASCA.

Það verður að segjast að það var annsi mikið testó-sterón á æfingunni í dag og svita og hrútalyktin var massíf. Ef ekki hefði komið til þessarar orkulosunar í hádeginu má fastlega gera ráð fyrir því að þeir sem voru á æfingunni hefðu hagað sér svona er heim var komið.
Lifið heil,
Flakið.

Engin ummæli: