þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Reykjavíkurmaraþon

Ágætu félagar,

Munið að skrá ykkur fyrir miðnætti á morgun 18. ágúst, á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is). Endurgreiðsla frá Skokkklúbbnum miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir þennan tíma.

Til að fá þátttökugjaldið endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningsnúmer, kennitala og vegalengd ef hana er ekki hægt að ráða af upphæðinni. Þá þarf einnig að klára hlaupið með bros á vör.

Athugið að skrá þarf í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins. Þegar hafa einhverjar sveitir verið myndaðar. Notum þennnan þráð og 'comment' hér að neðan til að koma saman sveitunum í öllum vegalengdum og notum sveitaheitin Icelandair A, Icelandair B, osfrv. Samhliða þessum munum við taka saman lista á fimmtudaginn og raða í sveitir á grundvelli þátttökukvittana sem gjaldkeranum berast.

Icelandair Group mun styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Skráið ykkar á myWork fyrir börnin.

Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrstu sveitin í hálfu maraþoni skipa:

María Wendel
Gudmunda Magnúsdóttir
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir

Erum þið þá Icelandair A?

Kveðja, Dagur

Sák sagði...

Ég var að skrá mig í hálf maraþon og vantar einhvern með mér í sveit. Ath, ég ætla ekki að keppa við klukkuna!

Tómas Beck sagði...

Ég Tómas Beck, Árni Már Sturluson og Sigrún Björg Ingvadóttir hlaupum heilt maraþon og skráðum sveitina sem Iceair aviators...

Nafnlaus sagði...


Ég ætla 1/2 maraþon ef eh vantar mjög fljótann hlaupara í sína sveit ;o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Ég er úr sveit...og þarf því varla að fara að skrá mig í einhverja sveit til að verða gildur limur.
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Er einhver sem vill vera memm í 10K sveit?
Númerið mitt er 6321
kv
Rúna Rut

Nafnlaus sagði...

Þú hefur skráð lið í sveitakeppni í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Sveitin þín er skráð undir nafninu Icelandair
Allir meðlimir sveitar hafa valið að hlaupa21 km hálfmaraþon
Meðlimir þinnar sveitar eru:
2053 - Jens Bjarnason
1800 - Sigurgeir Már Halldórsson
2097 - Sigurður Óli Gestsson