Ágætu félagar,
Munið að skrá ykkur fyrir miðnætti á morgun 18. ágúst, á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is). Endurgreiðsla frá Skokkklúbbnum miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir þennan tíma.
Til að fá þátttökugjaldið endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningsnúmer, kennitala og vegalengd ef hana er ekki hægt að ráða af upphæðinni. Þá þarf einnig að klára hlaupið með bros á vör.
Athugið að skrá þarf í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins. Þegar hafa einhverjar sveitir verið myndaðar. Notum þennnan þráð og 'comment' hér að neðan til að koma saman sveitunum í öllum vegalengdum og notum sveitaheitin Icelandair A, Icelandair B, osfrv. Samhliða þessum munum við taka saman lista á fimmtudaginn og raða í sveitir á grundvelli þátttökukvittana sem gjaldkeranum berast.
Icelandair Group mun styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Skráið ykkar á myWork fyrir börnin.
Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins
7 ummæli:
Fyrstu sveitin í hálfu maraþoni skipa:
María Wendel
Gudmunda Magnúsdóttir
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
Erum þið þá Icelandair A?
Kveðja, Dagur
Ég var að skrá mig í hálf maraþon og vantar einhvern með mér í sveit. Ath, ég ætla ekki að keppa við klukkuna!
Ég Tómas Beck, Árni Már Sturluson og Sigrún Björg Ingvadóttir hlaupum heilt maraþon og skráðum sveitina sem Iceair aviators...
Hæ
Ég ætla 1/2 maraþon ef eh vantar mjög fljótann hlaupara í sína sveit ;o)
Kv. Sigurgeir
Ég er úr sveit...og þarf því varla að fara að skrá mig í einhverja sveit til að verða gildur limur.
Kv. Bjútí
Er einhver sem vill vera memm í 10K sveit?
Númerið mitt er 6321
kv
Rúna Rut
Þú hefur skráð lið í sveitakeppni í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Sveitin þín er skráð undir nafninu Icelandair
Allir meðlimir sveitar hafa valið að hlaupa21 km hálfmaraþon
Meðlimir þinnar sveitar eru:
2053 - Jens Bjarnason
1800 - Sigurgeir Már Halldórsson
2097 - Sigurður Óli Gestsson
Skrifa ummæli