Í dag átti að vera fimleika- og styrktaræfing í boði Jóa og var því múgur og margmenni mættur í rásmarkið kl. 12:08. Mættir voru: Sigurgeir, Fjölnir, Gnarrinn, Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Ívar og þá mætti Jakob (ITS) loksins en hann er í stórsókn í hlaupunum.
Sigurgeir er með styrktaræfinga-fóbíu og vældi mikið í Þjálfa þar til hann ákvað að fresta styrktaræfingu og að hlaupið skyldi vestureftir og tekinn tempó eltingaleikur að Kafara. Menn fóru ýmist, Suðurgötu, Hofs, Kapla eða Meistaravelli, jafnvel með blaðburðarlengingum. Menn voru misjafnlega sprækir í dag en allir tóku vel á því og skiluðu sínu.
Samtals 7-9 km í dag
Kveðja, Fjölnir
1 ummæli:
Verð nú að segja ykkur að hotelliers RRR og SYO tóku einn Charles rúnt í morgunsárið. Samtals góðir 8 km ;)
Kv
RRR frá BOS
Skrifa ummæli