föstudagur, september 17, 2010

Hoteliers í Boston

Mánudaginn síðasta var bankað á dyrnar, bank bank, ég opnaði og þar var engin önnur en Sigurborg eða betur þekkt sem Victory city eða enn betur þekkt sem SYO mætt á svæðið ásamt spúsa sínum honum Odd"stone". Ég bauð þeim að ganga í bæinn og Odd"stone" ákvað að doka við meðan við stöllur myndum taka einn Charles rúnt. Ég ákvað að láta Tómasinn vita að "ókunnugur" maður myndi bíða í stofunni meðan við SYO færum að skokka, tók ekki sénsinn að ignora þau skilaboð, hefði ekki vilja koma heim í það blóðbað!!!

Lagt var af stað á fínu tempoi, eða um 5:20 umhverfis Charles að Sience Museum og til baka að Harvard Bridge (fyrir þá sem þekkja BOS þá er þetta mjög skemmtileg leið). Mikið spjallað, eða eiginlega var þetta sóló spjall því ég hafði svo mikið að segja og útskýra að SYO komst ekkert að. Endað á smá hverfisrúnt umhverfis MIT svæðið og RRR þurfti að sjálfsögðu að sýna henni MIT Track, þar er nú hægt að taka nokkra spretti!. Samtals voru þetta góðir 8K og frábært að fá loksins félagsskap.

Fyrir utan þetta skemmtilega hlaup þá hefur verið einmanalegt á fiskokk æfingunni hér í BOS og því neyddist ég til að finna mér annan hlaupahóp sem kallar sig Community running, líst vel á og til gamans má geta að ég er loksins ekki lélegust á æfingunni, en hvort það er gott eða slæmt verður bara að koma í ljós.

Bið að heilsa í bili, more later...

Kv
RRR

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Gaman að fá þetta frá þér, endilega meira af þessu. Ég var einmitt orðin svo leið á að vera lélegust að ég er alltaf á séræfingum núna en er samt líka lélegust þar....þannig að............já. Ok bæ.