Vegna ónógrar þátttöku hefur stjórn klúbbsins ákveðið að draga tilbaka þátttökutilkynningu okkar til þessarar keppni. Aðeins fjórir einstaklingar lýstu yfir áhuga.
Við höfum tekið þátt nær óslitið síðan 1992 og var það með sorg í hjarta að þessi ákvörðun var tekin. En koma tímar koma ráð. Við lítum björtum augum til framtíðar og sjáum fríðan hóp taka þátt í næstu keppni enda um að ræða einn af skemmtilegri atburðum á dagskrá klúbbsins.
Sjáumst öll á aðalfundinum/árshátíðinni um næstu helgi.
Kveðja,
Dagur
Formaðurinn
1 ummæli:
Jamm, nú er skarð fyrir skildi! Manni verður hugsað til orða bítilsins George Harrisons, sem sagði um árið "All things must pass".
BM
Skrifa ummæli