fimmtudagur, október 21, 2010

Er hreyfing holl?

Ef göngutúrar væru svo góðir fyrir heilsuna sem sagt er, þá væri pósturinn eilífur.

Hvalurinn syndir allan daginn, borðar bara fisk & hann er feitur.

Kanínan hleypur & hoppar allan daginn, en lifir að meðaltali um 5 ár.

Skjaldbakan hvorki hleypur né hoppar, er alltaf síðust í mark,... hreyfir sig næstum ekki neitt & lifir í 150 ár.

Stutta niðurstaða þessa er því sú að ég held áfram að slappa af & gera ekki neitt!!

Áframsent frá Jóni Baldurssyni (félagsmaður)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími til að reka Jón þennan úr klúbbnum? Tilgangur félagsins er jú "að vera vettvangur fyrir þá félaga í STAFF sem hafa ánægju af allri hreyfingu til heilsubótar" skv. óopinberum vettvangi klúbbsins.

Annars hef ég nú séð hann hreyfa sig, bara ekki mjög hratt :-)

kv.
Jöb

Nafnlaus sagði...

Það stendur ekkert um langlífi í tilgangi klúbbsins svo ég held bara áfram að sinna mínum skyldum skv tilgangi klúbbsins. Annars er ég greinilega ekki alveg inn í öllu sem er að gerast heima því allt í einu eru allir skráðir í Haustmaraþonið undir öðrum formerkjum en Icelandair, er Icelandair nokkuð í útrýmingar hættu?
Kveðja frá RRR sem sakna ykkur alveg bönsh
Knúsp.s. hvernig væri nú að koma og taka eina æfingu í Boston, það er flug daglega og í sumar 2x á dag! hahahahaha
Annars verð ég að fara að setja saman maraþon ferðaplan og fá ykkur með ;)