föstudagur, október 01, 2010

Hádegisæfing 1. október

Mættir voru: Bryndís (sér), Bjöggi (lyftingar í Val), en Dagur, Óli og Sigrún fóru miðbæjarrúnt í ágætu veðri. Við Austurvöll voru mótmæli með tilheyrandi lögregluvörslu og nokkrum mannfjölda. Einnig mátti sjá tjöld sem sofið hafði verið í og við grasið stóð (Sk)Tjaldborg heimilanna, sem verður að teljast nokkuð fyndið. Dagur ætlaði að hlaupa uppað lýðnum og kalla :"Hvað er í gangi, farið heim og fáið ykkur vinnu" en við rétt náðum að stöðva það. Lítið hefur sést til nokkurra félagsmanna að undanförnu og eru þeir eindregið hvattir til að mæta á æfingar, annaðhvort í síðum eða stuttum.
Góða helgi,
Sigrún

Engin ummæli: