þriðjudagur, október 05, 2010

Track á mánudagskvöldi 4.október

Sé að það er lítið um blogg síðustu daga og því best að ég skelli inn einni færslu :)

Í kvöld var það track æfing með Community Running en fyrir þá sem ekki vita þá hef ég fundið mér nýjann hlaupahóp, sorrý en ég bara varð (búin að setja á mig smá pressu!). Fínn hópur, ansi margir og mörg ný andlit í hvert sinn sem ég mæti, veit aldrei hvort ég sé sú nýja eða viðkomandi svo ég bara er farin að stökkva á liðið og spyrja og oft eru þetta nýliðar líka. Finnst alltaf jafn gaman að pæla út frá útliti um hvernig hlaupara um er að ræða. Sumir lúkka alveg í fáránlegu formi, með bumbu og allt og eru svo drullu góðir og öfugt, segir manni að dæma ekki alltaf út frá útliti, sem er nú svolítið eins og við Íslendingar gerum!

Æfing dagsins var á track við MIT í smá rigningu og örlitlu roki...nú kom sér vel að hafa æft hlaup í allskonar veðri og tók ég iðulega fram úr á rokhliðinni ;) - þarna er úthaldið líka að skila sér ;) he he he

Æfingin var svohljóðandi: 2,5 K warm up, 1x800m + 1x1000m + 1x1200m + 1x1000m + 1x800m + cool down.
Samtals 8,8K

Nokkuð góð æfing og vá hvað ég hef gott af þessu, kem sjálfri mér sífellt meira á óvart og á nóg eftir inni....sumir þurfa að fara að vara sig...he he he (grín).

Kveja frá RRR

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Glæsilegt! Gaman að lesa þetta. :)
Kv. SBN