föstudagur, nóvember 05, 2010

"Forréttindahlaup" 5. nóv

Mættir í dag: Björgvin, Ársæll, Jói, Dag Sommerby, Jón Örn, Óli sænski, Fjölnir auk þess sem nýr meðlimur Þórdís kom skemmtilega á óvart og mætti annan daginn í röð.
Aðalæfing dagsins var hefðbundið miðbæjarhlaup þar sem mönnum var tíðrætt um forréttindi og hvort og hversu rétt sé að segja að foréttindi séu sjálfsköpuð eða áunnin. Frábært veður í dag og einhver hefði eflaust sagt að það væru forréttindi að fá að hlaupa úti í þessu veðri og útsýni, hversu rétt sem það er svo að segja það.
Í Íslensku Orðabókinni stendur; forréttindi h ft. aðstaða sem e-r nýtur umfram aðra; einkaréttur: það eru f. mín.
Minni alla á samskokk á morgun laugardaginn 6. nóvember en þá býður Vesturbæjarhópurinn (Hlaupasamtök Lýðveldisins) hlaupurum í samskokk frá Vesturbæjarlauginni. Lagt verður af stað frá Vesturbæjarlaug kl. 09:30.

Góða helgi, Fjölnir

P.S. Sigurgeir bað mig um að skila þessu:
"Den 5 november var 15 841 löpare anmälda till ASICS Stockholm Marathon 2011. Samma datum i fjol var 14 893 löpare anmälda.

20 000 anmälningar accepteras till ASICS Stockholm Marathon 2011.
Även vid 2010 års Stockholm Marathon accepterades 20 000 anmälningar. Loppet var då fulltecknat den 17 november 2009.

Information om antal anmälda uppdateras varje dag."

Engin ummæli: