föstudagur, nóvember 19, 2010

Föstudagsæfing í sumarveðri 19. nóvember

Þrenns lags æfingar voru í boði:
Sér: Jói
Landsliðs: Laufey og Þórdís (7K flugvallar)
Meistaraflokks: Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Sveinbjörn, Jón Örn og Sigrún (maraþonfulltrúi og tengiliður félagsmanna við Stokkhólm).
Meistaraflokkurinn fór bæjarrúnt með viðkomu hjá Jónasi þar sem þeir sem vildu gátu tekið 1 Jónas. Samskokk heim á hótel. Aðalritari var inntur eftir því hvort hann væri ekki búinn að skrá O-ið í Stokkhólm en eitthvað láðist að biðja um það heimafyrir en gerð verður bót á þessu í dag, síðasta dag skráningar, enda hefur O-ið sýnt viss einkenni Stokkhólmsheilkennisins. Það er von aðalritara að útbreiðsla faraldursins sé nú í rénun en hann hyggst fylgja liðinu á keppnisstað og skaffa drykki, nudd og sálræna hvatningu sem hann hefur numið í herbúðum FI-Skokks. "Þú lítur vel út og þú rúllar vel" eru setningar sem munu heyrast í Stokkhólmi, jafnvel þótt aðalritara finnist það ekki í raun. Íslandi allt!
Gleðileg jól og bæ.
Alls 8K
Sigrún

Engin ummæli: