Það sem var fríkað við þennan frjádag var það að óðum fækkar í hópi þeirra sem stunda hlaupaæfingar frá HL, þ.e.a.s. þeirra sem EKKI hafa farið heilt maraþon. Þetta stendur samt allt til bóta því Stokkhólmsheilkennið hefur gert vart við sig innan hópsins og mér skilst að skráningu ljúki um helgina. Annars fórum við hin í rólegt miðbæjarhlaup í nokkrum vindi og kulda en Jói fór sér í Öskjuhlíð og Bjútíið var á buffbúllunni (Valsheimilinu) að buffa.
Alls tæpir 8K
Hjálagt er fögnunarmyndband Síams eftir hlaupið í NY
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli