þriðjudagur, nóvember 23, 2010

Þ-hrikalegur þriðjudagur 23. nóv.



Djöfulsins rosa mæting, ha? Það má ekki spyrjast út að æfingarnar okkar séu orðnar svo léttar að það geti bara hvaða fáviti sem er mætt á þær...Kræst!
Þarna voru hótelskvísurnar Sigurborg og Ágústa á eigin vegum. Johnny Eagle á Suðurgötu í andlegum undirbúningi fyrir undirbúningstímabilið og Joe í skógarferð. Aðrir voru: Gísli (fulltrúi annarrar Cargosysturinnar, þeirrar yngri), Þórdís landsliðs, Ívar sem hljóp í var fyrir Fjölni, Fjölnir, sem hafði kjark til þess að mæta á eigin æfingu ólíkt sumum, Sveinki sprettur, Bjöggi bigmassa, D. Sommersby, Huld Higdon og Sigrún limruþrjótur. Skokkuðum létt í gegnum skóg með Dag Sommersby í fararbroddi, með eldglampa í augunum sem veit ekki endilega á gott. Að þessu sinni átti að leiða hópinn í brekkuna handan við HL, við Perlu í landi Leynimýrar, sem áður hét. Tókum 4 spretti í brekkunni með léttu skokki á milli (hver sprettur um 330m ca.). Þegar þarna var komið sögu kom Ólafur nokkur Briem í hægðum sínum og spurði hvort við værum í gönguhópi? Frekar svona áberandi innkoma hjá honum og ekki í fyrsta sinn sem hann er gómaður við vafasama iðju í skógarþykkninu. Eftir það var farið þéttingshratt í gegnum skóg og þaðan létt skokk að stíg sem liggur í gegnum skóg, að gamla virkinu í átt að HL, hvar teknir voru forgjafarsprettir. Kom þá fram hin skemmtilega setning "Ég er spretthlaupari, en ekki langhlaupari" sem hafði ríkt sannleiksgildi og þarfnast ekki endurskoðunar, allra síst af endurskoðanda (engl. duckwatcher).
Fínasta æfing í frosti og hálku og þeim sem hugðust vera áfram í hvíld er nú ljóst að dagar víns og rósa eru liðnir, í bili.
Alls 6,3K
Kveðja,
aðalritari
P.S. Sigurgeir, ef þú ætlar að nota unglinga til að hlaupa fyrir þig á næstunni verðurðu nú að passa þig á því að þeir séu ekki betri en þú!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að fara að koma þessum hótelskvísum með í hópinn, maður les alltaf að þær séu á sérleið, ég held ég þurfi að inngrips hæfileikana mína!
Frábært pistill og eflaust dúndur skemmtileg æfing. Bara þekki orðið svo fáa ;)
Kveðja frá RRR

Nafnlaus sagði...

Smá leiðrétting. Ég fór Hofs - óþarfi að gera lítið úr því! Ekki fékk ég neina forgjöf

kv.
Eagle

Nafnlaus sagði...

Bara svo það sé alveg á hreinu þá var þessi drengur ekki á mínum vegum! Fjölnir fékk hann í fraktina og er ábyrgur fyrir honum :o)

Kv. Sigurgeir