miðvikudagur, nóvember 03, 2010

Limruhornið




Björgvinslimra

Hann Björgvin er kallaður bjútí
svakalegt brein og kjútí
þó er það skrýtið
hvað greyið veit lítið
um hvað ber að varast, uppí.

Hópurinn hraðstækkar óðum
meðan höfðinginn lyftir lóðum
Bjöggi- „hvað er í gangi“?
þótt mikið þig langi
að troðfylla húsið af fljóðum.

Með fimm börn á framfæri sínu
og fleti í stofunn‘á dýnu
til að vald‘ekki tjóni
er best að hann prjóni
smokk, fyrir nýja haustlínu.

Með haustkveðju,
aðal

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahahaha væl, grenj hahah... ég grét...úr hlátri þ.e.a.s. Þvílíkt skáld hér á ferð. Þarf´iggi a'fara ládeinkvenn vidavussu?
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Brjálæðisleg snilld ;)
Kv
RRR