G.I.
Hann Guðni er nærri því gleymdur
við skráargerð kannski best geymdur
það er samt hans galli
að detta, sé halli
á fjöllum, ef í hlaupi er teymdur.
Bak eða brjósk, eða bæði
hann brýtur, ef myndast gott næði
samt er hann fljótur
ef virkar hans fótur
og brynjar sig gegn heymæði.
Ekki er laust við að hópurinn sakn‘ans
er drengurinn farinn til fjandans?
Kond‘aftur Gráni
fóturinn skáni
og eflist þá geð mannsandans.
1 ummæli:
Takk, takk.
GI
Skrifa ummæli