þriðjudagur, desember 14, 2010
Þriðjudagsæfing 14. desember
Mættir: Dagur, Sveinbjörn, Fjölnir, Sigurgeir, Jón Örn, Gísli staðgengill, Huld og Sigrún en Jói var á sérleið.
Hinir fóru létta upphitun í gegnum skóg út í kirkjugarð, að braut K. (ég held að það sé vegna þess að yfirþjálfari var í KFUM og K þegar hann var lítill með krullur). Ákveðið hafði verið í gær að taka brekkuspretti og það var gert með þokkalegum sóma, 5 sinnum með einum bónusspretti. (skylda var að vera á 60 sek. eða undir sem tókst svona næstum því)Sérstaka athygli vakti að Sigurgeir lætur staðgengil sinn hlaupa fyrir sig og skiptir honum inná þegar hann er þreyttur. Annað vakti einnig athygli aðalritara en það var að Sigurgeir er ansi þögull við æfingar sínar og þegar spurt var hverju það sætti var svarið: "Mér er ekki skemmt!". Skrýtið, okkur hinum fannst þetta æðislega gaman og ekki vorum við með varamann til að hlaupa erfiðustu sprettina.
Alls rúmir 7K
Kveðja,
aðal
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Ívar var á hjáleið, spurning hvort það var viljandi eða óviljandi.
Það var viljandi, hann þorir ekki...
Hittum svo Óla í baðklefa að venju. Hann segist ekki tilbúinn í að vera með okkur alveg strax!
fþá
Jesús minn!
SBN
Svo má ekki gleyma Þórdísi, hún var víst einnig á hlaupum í hádeginu.
.. og hvort ef Ársæll var ekki þarna líka
Skrifa ummæli