mánudagur, desember 27, 2010

Áramótagátan

Síðunni hefur borist gáta:

það er stundum ánum í
ýmsir munnar kjamsa á því
getur stundum borið blý
besta íþrótt forn og ný

-Hulda-

Dregið verður úr innsendum lausnum á nýársdag, í verðlaun eru utanlandsferðir og eitthvað af bílum.

Kveðja,
Dagur, formaður

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er með þetta.
Má ég þá panta mér utanlandsferð bara núna og panta nýjann Pajero frá Heklu strax? Ég held þeir loki ekki fyrr en kl. 18:00
Kv.
Bjútí

Nafnlaus sagði...

frh.. af fyrri færslu.
...og skrifa á skokklúbbinn þ.e.a.s.
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Ef þú er einn um að senda inn lausn fyrir nýársdag þá er óþarfi að draga og við göngum frá þessu á mánudaginn.