fimmtudagur, desember 16, 2010

Hádegisæfing 16. des.



Mættir í dag: Jón Örn, Huld og Sigrún. Í frekar nístandi kulda fórum við ríkisleiðina en tókum tempó frá Hofs að kafara, við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Maður hélt eitt augnablik að fyrst "enginn" var mættur þá yrði farin létt bæjarleið eða eitthvað... en eldri síamstvíburinn vildi endilega fara tempóhlaup með okkur og er ég búin að heita á Johnny Eagle vínflösku, ef hann fer á 47:25 í gamlárshlaupinu, og er ég fullviss um að hann getur það léttilega. Kuldinn nísti merg og bein, svo illilega að tvíburarnir þurftu að fara í mergskipti eftir æfinguna.
Góðar stundir, 'Oskalagið
aðal
Alls, 8K

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tempó 4:44..... Ég er búinn að finna út hvernig á að massa það. Ég hleyp á sundskýlu og velti mér í snjónum fyrir hlaupið. Þá verður þetta ekkert mál :) Þú getur opnað flöskuna strax!

kv.
Eagle