föstudagur, desember 03, 2010

Jólabolluhlaup 3. des

Meðan einhverjir meðlimir voru þegar byrjaðir á jólabolludjammi mættu nokkrir bindindismenn og héldu uppi merki klúbbsins með sígildu miðbæjarhlaupi. Þetta voru:
Óli sænski, Eagle, Pointe, The Cargo Intern (staðgengill Hróa) og Kafbáturinn.
Óli tók út refsingar vegna fjarveru frá Kolkrabba í gær og tók heilan Jónas en aðrir rúlluðu rólega 8 km í sól og blíðu.
Að lokinni æfingu rákumst við svo á Fjárvakursmenn í baðklefa með bjórkippur í stað hlaupaskóa í sínum töskum.

Skál,
Kafbáturinn

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Greinilega of langt síðan ég var memm, þekki ekki allt þetta nýja fólk ;)
Kveðja frá 3R

Dagur sagði...

Er ekki orðið tímabært að uppfæra 'Orðabók fyrir fólkið á götunni' þannig að óvanir geti áttað sig á nafnagiftum - ritari!

Annars get ég mér til um að
Óli sænski = Ólafur Briem, viðurnefnið sænski í væntanlega vísun í einlægan stuðnings hans við Karl Gústav svía konung í vandræðum hans síðustu mánuði
Eagle = Jón Örn
Pointe = Oddgeir
The Cargo Intern = Gísli (átta mig þó ekki á Hróa vísuninni
Kafbáturinn = Fjölnir, viðskiptavinur Subway no. 1

Nafnlaus sagði...

Hrói, Sigurgeir a.k.a Cargo King, Glamúr, Geiri Smart

fþá