miðvikudagur, desember 22, 2010

Jólaæfing FI skokks



Jólaæfing skokkklúbbsinns var haldin í gær í fimbulkulda eftirmiðdgsins og farinn var svokallaður hefðbundinn hringur. Hlaupið var vestur í bæ og stefnan tekin á tjörnina. Það bar þá helst til tíðinda að tekinn var almenningsvagn frá Skerjafirði inn á Suðurgötu hvar hlaupinu var fram haldið, gegnum miðbæ, upp Skólavörðustíg og Eiríksgata í átt að Val og heim á hótel. Eftir hlaupið var sest í sælustund með öl á kantinum og framkvæmdaáætlun 2011
kynnt ásamt því að einn félagsmaður, Anna Dís, var heiðruð vegna nýliðins fimmtugsafmælis síns á dögunum.
Mættir voru: Anna Dís, Sveinbjörn, Ívar, Oddgeir, Huld, Fjölnir, Dagur, Jón Örn, Sigrún en á bar mættu Bryndís, Guðni og Sigurgeir.
Alls 8K
Jólakveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sæli var lika með, þó lítið fari fyrir honum !