miðvikudagur, febrúar 23, 2011

Bingo track

Varð bara að deila þessu með ykkur en var á æfingu í gærkvöldi og það var Bingo track æfing....mæli með þessu :)
Útskýring:
Búið var að prenta út Bingo spjöld, nokkrar gerðir eftir hraða hvers og eins, t.d. var mitt spjald með tölur á bilinu 48 - 63 sem þýddi að ég þurfti að hlaupa hvern hring (200m) á því bilinu og haka við þá tölu sem ég náði eftir hvern hring. T.d. átti ég í miklu basli við að ná að haka við tölurnar 55,56,57 því annað hvort var ég að enda í 54 eða 58 sem ég ég var búin að haka út áður. Einnig þótt mér mjög erfitt að vera kringum 60, eitt dæmi var að ég átti til tölurnar 60, 61 og 63 og endað í 62!! Rúnan var ekkert rosalega sátt þá! Annað dæmi var að ég þurfti að fara á annað hvort 48 eða 49 og endað í 47! sem sagt, ekki alveg komin með bestu tilfinningu fyrir pacinu, enda er maður alltaf með Garmin, en þetta var mjög skemmtileg tilbreyting og tók vel á. Enduðum með 33 hringi eða 6,6 K af Bingói, æfingin var samtals hjá mér 11,7K með öllu :)

p.s. Dagur, já 1.maí er M-dagurinn minn, Providence Rhode Island
Kveðja
RRR

Engin ummæli: