föstudagur, febrúar 18, 2011

Forever Wild 17.02.11



Síamstvíburarnir skelltu sér í æfingaferð til NY til þess að viðhalda alþjóðlegu tengslaneti sínu í Bandaríkjunum. Tekin var æfing í Central Park árdegis hvar snjóbunkar vetrarins voru byrjaðir að láta undan geislum sólarinnar með tilheyrandi bráðnun. Hlaupinn var 10K hringur í fallegu veðri og við myndauppstillingu komu tvær kornungar og sætar hlaupaskvísur og sögðu (eðlilega): "You look so cute, let me take your picture". Þetta var kærkomið fyrir tvíburana því erfitt var að ná skilti inn á myndina sem nauðsynlegt var að hafa með. Síðan var haldið áfram að hlaupa og við þökkuðum fyrir myndatökuna með því að spæna framúr elskulegu hlaupaskvísunum í verstu brekkunni í garðinum. Ég hugsa að þeim hafi ekki fundist við eins cute þá.
Fínt hlaup og frábært veður, yfir og út.
Síams 2, signing off.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit ég á að kannast við þessar fínu frír, en þær hringja bara engum bjöllum.
Hef ég samt lúmskan grun um að allavega önnur þeirra sé kona mannsins sem hljóp hér um daginn og var kenndur..... við konu sína.

kv.
Ígul

Nafnlaus sagði...

Massa flottar og í flottu dressi og alles :)
Kv
RRR