miðvikudagur, febrúar 02, 2011

Hádegisæfing 2. febrúar

Mættir: Fjölnir og Bjöggi (aðalleikarar í seríunni Missing), Þórdís dekkjasleikir, Dagur formaður og Sigrún f.h. fíkla. Ákveðið var að fara rólegan hring vestur í bæ um Vesturvallagötu, Holtsgötu, Vesturgötu, Hverfisgötu, Snorrabraut, Valsheimili en það telst heldur óvenjuleg bæjarleið. Nokkur þæfingur var á stígum en veður gott og milt til hlaupa. Fjölnir lofar rosalegu kombakki en Dagur telur ólíklegt að drengurinn nái að slá á Örninn sem er á hrikalegri siglingu þessa dagana og til alls líklegur.
Alls 7,6K
Kveðja,
aðal
Mental note: Skoðið hvort baugfingur handa ykkar er lengri eða styttri en vísifingur. Ef svo er ( þ.e. ef hann er lengri)hafið þið góða hlaupaeiginleika sem eru ykkur meðfæddir. Ef ekki, eruð þið bara vonlaus. Ef baugfingurinn er hinsvegar lengri eruð þið í meiri hættu á að þurfa á hnjáskiptum að halda í framtíðinni. Og þetta var orð dagsins styrkt af sauðfjárveikivarnanefnd landbúnaðarins (SFVL).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ferlegt að hafa ekki gefið sér tíma til að kíkja á ykkur, bara of langt að fara niður í Valsheimili...lofa að mæta næst þegar ég kem á klakann :)
Gangi ykkur öllum vel í maraþon undirbúningnum, skv síðustu færslum þá held ég barasta að meirihlutinn sé búinn að skrá sig í maraþon á árinu, meira að segja ég ;)
Knús frá RRR