mánudagur, febrúar 28, 2011

Mánudagsæfing 28. febrúar



Það hefði náttúrulega enginn þurft að mæta í dag því það er ekki hlaupár en samt er hlaupaár þannig að það þurftu samt nokkrir að mæta og svoleiðis...
Bjöggi var að runkast á lóðunum, Ársæll var á sérleið, Óli kom úr perraleiðangri, eldrauður og "ég fór sko 10", einmitt. Eins og einhver trúi því? Við hin sómkæru fórum Hofsvallagötu en það voru þau Sigurgeir, Huld, Þórdís og Sigrún. Haglél og vindur hélt okkur félagsskap á köflum og vindurinn (sem er ekki vinur minn) kom úr öllum áttum. Á morgun halda 2 félagsmenn í víking til Istanbul til þess að kynna sér hlaupaleiðir með Bosporussundi.
Alls rúmir 8K
Kveðja,
aðalritari

Engin ummæli: