Mættir voru Sveinbjörn sem fór Suðurgötu með bros á vör og Ólafur Briem og Dagur sem skottuðust 10k á 48:02 af tómri gleði og hamingju. Umræðuefnið var Badidas og O.Johnson barnapúður, hvers vegna og af hvaða tilefni læt ég lesendur um að velta fyrir sér fram á föstudag þegar dregið verður úr viðstöddum lausnum.
Annars barst þættinum bréf frá félaga vorum í Lundunum sem þessa dagana æfir grimmt fyrir maraþon þar á bæ. Vildi hann ólmur taka þátt í langri æfingu á laugardaginn líkt og Stockholmsklubben tók síðastliðinn laugardagmorgun. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan varðandi frekari upplýsingar.
Góðar stundir,
Das Fürman
Engin ummæli:
Skrifa ummæli