föstudagur, mars 18, 2011

Föstudagsæfing 18. mars

Mættir: Dagur, Ívar, Oddgeir, Huld, Sigrún.
Fórum rólegan bæjarrúnt í kulda og ófærð enda langhlaup á morgun hjá maraþondeildinni. Sjúkkit að vera ekki strax í henni, fíla ekki að fá svona snjóbunka undir skóna. Fer alveg með lúkkið. Síðan var Bjöggi le beaute að buffa sig upp fyrir árshátíðina en hann á að sjá um útkastaramálin í Valsheimilinu, þegar FI skokkarar fara að gera sig að fíflum á morgun í glimmersamfestingum og með gloss í stíl.
Alls milli 7-8K
Góða helgi,
SBN-ið

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú eiginlega ekkert grín að vera í maraþon undirbúningi á þessum árstíma. Ég var greinilega heppin í fyrra því það var alltaf fínt veður. Hér er færðin öll að koma til og hitastigið með betra móti og vorið alveg að koma, svo ég get ekki kvartað lengur. Þetta er alltaf gaman, sérstaklega eftir á ;)
Langar svo að vita og fá lista yfir alla sem eru að fara til STO og hverjir eru nýir í maraþon hlaupum, er hægt að græja svoleiðis lista á síðuna okkar? einnig væri nú gaman að fá markmiðstíma hjá þeim sem ekki eru að fara sitt fyrsta hlaup :)