miðvikudagur, mars 23, 2011

Hádegisæfing 23. mars



Mættir á Garminæfingu dagsins: Þórdís, Dagur ananas, Ívar, Jón von Slimmington, Oddgeir, Sigurgeir, Huld og Sigrún. Farin var Hofsvallagata en strákarnir lengdu og Jón tók tempó og þaut framúr okkur stelpunum á heimleið. Gleðilegt er að sjá að Stokkhólmsheilkennið er að ná alveg yfirhöndinni í hópnum og hlýða lærisveinar Dags honum í einu og öllu og jafnvel elska hann, en þannig eru einmitt einkenni heilkennisins. Annað öllu minna gleðilegt er það að ekkert er hugað að ímyndarsköpun (búningum), næringarinntöku við og eftir æfingar svo og vökvabúskap og gelnotkun í langhlaupi. Þetta hefur yfirþjálfari algerlega kosið að vanrækja og hefur ekki sinnt fræðsluþætti þessara greina á nokkurn hátt hvorki efnislega né þverfaglega. Aðaritari finnur sig því knúinn til að hleypa af stað röð fyrirlestra sem munu drepa lítillega á þessum viðkvæmu málefnum og verður fyrsti fyrirlesturinn birtur á morgun.
Mottó dagsins: Það er töff að vera púkó.
Alls milli 8,4-10K
Kveðja,
aðalritari

Engin ummæli: