miðvikudagur, mars 30, 2011

Hádegisæfing 30. mars

Mættir: Doris Day and Johnny Eagle, Huld and Sigurbirna en Óli speedtalker var sér, þurfti að skreppa 17K vegna taps um helgina. Við hin fórum rólega Hofs nema Eagle sem fór Kaplaskjól á tempói og náði okkur svo nokkru fyrir dælustöð. Rosalega er mikil sigling á drengnum og samviskusemin alveg til fyrirmyndar!
Síðan verð ég bara að minnast á að nú er ekki seinna vænna en að æfa orkugelsinntöku á löngu hlaupunum. Ég og hin mælum með GU geli og þá erum við að tala um 6-7 gel í einu þoni með vatni. Rífa skal ofan af og gera sig kláran fyrir inntöku þegar drykkjarstöð nálgast, kreista upp í sig í tveimur skotum, drekka og kyngja. Hlaupa svo áfram, glaðbeittur eins og ekkert í heiminum sé skemmtilegra! :)
Alls, 8,3-9K
Kveðja,
aðalritari

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mælið þið meða eða án koffín? Hvar er hægt að kaupa GU gelið?

Kv. Sigurgeir

Icelandair Athletics Club sagði...

Með koffíni fyrir seinni hlutann. Tjah...í USA.

Nafnlaus sagði...

þetta Gel er viðbjóðslegt!!