mánudagur, mars 28, 2011

Hálf-síams-samskokk í Boston sunnudaginn 27.mars 2011

Eins og svo oft um helgar þá er lagt af stað í langferð. Yfirleitt með ipodinn í eyrum en í þetta skiptið ákvað ég að sleppa honum, enda veðrið fallegt. Eftir ca 3 Km upphitun rak ég augun í fallega ljóshærða konu koma í áttina til mín, hver skyldi þarna vera á ferð? engin önnur en annar helmingurinn af síams, Huld. Mikið rosalega var þetta skemmtileg tilviljun eða kannski ekki þar sem líklegt er að finna hana á þessu svæði snemma morguns. Hún tjáði mér þó að hlaupið hafi ekki verið skipulagt og því vorum við ekki með myndavélina með okkur til sönnunnar en fyrir ykkur sem eruð efins, spyrjið hana í hverju hún var! við erum að tala um mjög óvennulegann hlaupafatnað ;)
Við Huldu áttum góða 5 km saman og ræddum meðal annars um næsta FI-samskokk í Boston sem mun vera þann 18.apríl - Boston Maraþon dagurinn.
Allir FI-skokk meðlimir velkomnir.

Samtals fórum við Huld líklega rúmlega maraþon.

Kveðja
RRR

1 ummæli:

HK sagði...

Það staðfestist hér með að þetta er allt satt og rétt! Takk fyrir hlaupið Rúna, frábært að hitta þig :-).