þriðjudagur, apríl 19, 2011

Boston 18. apríl-Marathon Monday


Boston 2011 Winner-Mutai

Á ferð og flugi með Huldari og Sigurbirni

The course

Heartbrake Hill

Kveðjustund

Tímarnir


Árlega fara Huldar og Sigurbjörn í Víking til Boston til að taka út Boston maraþonið. Brautin er forprófuð áður en keppendur mæta til leiks, keppendur teknir út og veðjað á sigurvegara. Að þessu sinni er gestur Huldars og Sigurbjarnar stórhlauparinn 3R, sem einmitt er búsett í Boston og var sérstaklega valin til þess að vera gestur þáttarins í ár. Til þess að vera gjaldgengur þarf maður að vera hlaupari, eiga skærbláan Sugoi jakka og vita það að það eru hestöfl í Hámarki.
Við byrjuðum daginn snemma eða kl. 07:00 til þess að forprófa brautaraðstæður og ganga úr skugga um að verið væri að setja upp drykkjarstöðvar og salernisaðstöðu á viðeigandi stöðum. Hlupum þrjár saman að rótum Heartbrake Hill sem er u.þ.b. 10K punktur og snerum þá við til að halda sömu leið til baka. Veðrið var alveg með eindæmum gott, sól, passlegur hiti og skottvindur alla leiðina til baka, sem þýddi kjöraðstæður fyrir hlauparana. Eftir æfinguna var horft á elítuna starta í beinni útsendingu uppi á hóteli og veðjað á hverjir myndu sigra. Goucher og Hall, amerísku "favoritarnir" yrðu ofarlega en myndu ekki vinna, Tune myndi koma sterk inn og ekki týnast, eins og í fyrra og svo frv. Eftir þetta var haldið á sóðalegan og sveittan morgunverðarstað í nágrenninu og þaðan haldið rakleiðis út í braut til að sjá fyrstu keppendur koma í mark. Fyrir þá sem þekkja erum við staðsettar á horni Boylston street, við síðustu beygju hlauparanna þar sem slökkvistöðin stendur og u.þ.b. 500m eru að markinu. Það er því oft um svakalega endaspretti að ræða á þessum stað og að þessu sinni voru 3 konur saman í hnapp og tveir karlar og úrslitin réðust á allra síðustu metrunum. Nokkrir íslendingar tóku þátt að þessu sinni og náðum við að sjá 2 þeirra koma í þessa beygju. Þegar mesta spennan var liðin hjá kvöddum við Huldar 3R, sem hélt alsæl til síns heima, staðráðin í að hlaupa þessa braut áður en langt um líður. Síamstvíburarnir eru e.t.v. til viðræðu um slíkt líka. Síðan fóru Síams að sækja skó fyrir væntanlega maraþonhlaupara ÍAC, því ekki er hægt að komast skammlaust í gegnum heilt mþ skólaus, þótt nokkrir hafi reynt það hér í Boston.
Huldar og Sigurbjörn þakka fyrir sig og taka lagið...það eru hestöfl í Hámarki, það eru hestöfl í hámarki....iiiiiiiiiiiiii....ii.
Kveðja,
Sigurbjörn

2 ummæli:

Nafna Sigurbjörns sagði...

Boston 2012 og ekkert rugl!! Þið náið Qualifying time í Chicago. Þetta er áskorun frá aðdáanda FI og nöfnu Sigurbjörns :-)

Nafnlaus sagði...

Mig langar að byrja á því að þakka fyrir mig, það var mér sannur heiður að fá að koma og vera með ykkur.

Mér var tjáð að taka Ívarinn á þetta sbr mynd við Heartbreak Hill og því ekki við mig að sakast.

Miklar tilfinningar og geðshræringar voru á köflum og meira að segja var svolítil skítalykt af þessu öllu saman en það var mikið fjör og mikið gaman.

RúnaR þakkar fyrir sig og lætur ekki hanka sig á smáatriðunum og verður tilbúinn í slaginn að ári ;)