föstudagur, apríl 15, 2011

Föstudagsæfing 15. apríl

Mættir í dag: Ívar, Jón Örn, Dagur, Sigurgeir, Sveinbjörn og Sigrún og fórum við léttan miðbæjarrúnt í skárra veðri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Er við hlupum yfir Austurvöll áreittu okkur ölvuð ungmenni í skrípabúningum og fór Dagur fremstur, að vanda, enda elskar hann hróp og köll ungmeyja sem eru að slíta barnsskónum í hinum ýmsu menntastofnunum landsins þessa dagana og eru að dimmitera vítt og breitt.
Alls um 7K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: