Ágætu félagsmenn.
Vegna framkvæmda við hótel og lóð félagsins er komin upp sú staða að nauðsynlegt reynist að fresta fyrirhuguðu Icelandairhlaupi, sem vera átti 5. maí, til 15. september nk. Í stað þess að fella hlaupið niður í ár var þessi dagsetning valin af stjórn með það að leiðarljósi að ekki væru þá önnur hlaup á dagskrá. Við hlökkum því til að enda sumarið á þessu flotta hlaupi okkar í endurbættu umhverfi og vonumst að sjálfsögðu eftir starfskröftum félagsmanna við undirbúning og framkvæmd þess.
Með kveðju,
stjórn IAC
Engin ummæli:
Skrifa ummæli