Ágætu félagsmenn.
Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer 20. ágúst.
Styrkurinn frá FISKOKK að þessu sinni verður sú upphæð sem það kostar að skrá sig á tímabilinu 2. apríl til 30. júní. Þeir sem skrá sig fyrir 1. júlí fá því 100% endurgreiðslu á gjaldinu en þeir sem skrá sig eftir það þurfa að borga mismuninn. Skráning
Dæmi:
Ef ég skrái mig í dag þá borga ég 4000 kr. og fæ endurgreiddar 4000 kr. frá FISKOKK.
Ef ég skrái mig t.d. 5. júlí í 10 km þá fæ ég endurgreiddar 4000 kr. en það kostar 5000 kr., þannig að ég borga sjálfur 1000 kr.
Hver og einn þarf síðan að skrá sig í hlaupið og senda kvittun og bankaupplýsingar með upplýsingum um hlaupavegalengd á Fjölni Þ. Árnason- fjolnir.arnason@icelandair.is.
Verðskrá RM. Með bestu hlaupakveðju,
Stjórn IAC
Engin ummæli:
Skrifa ummæli