Veit þið eruð öll svo spennt yfir að heyra smá sögu og hvað þá maraþon sögu. Lagt var af stað í mitt fimmta maraþon, þriðja RM þannig að bæði vegalengdin og leiðin kom ekki á óvart! Veðrið eins og þið vitið var eins og best verður á kosið og lítið um það að segja. Lagði af stað frekar stressuð enda búin að setja mér ansi háleit markmið, þ.e. klára á 3:45 en minn besti tími var 4:08 sem ég þreytti núna í Maí sl. Ég vissi að þetta yrði strembið en var ákveðin í að reyna eins og ég gat að halda mig við planið. Ástæðan fyrir því að ég setti mér þetta markmið var ekki af því ég er spennt endilega fyrir því að qualifya fyrir Boston, heldur af því ég bý í Boston og langar að hlaupa það hlaup meðan ég bý þar. Ég lofaði sjálfri mér því að prufa fyrst að reyna að qualifya áður en ég myndi reyna aðrar leiðir til að tryggja mér Bib númer!
Stressið fór svona af fljótlega og planið var að fyrstu 5K áttu að vera mun rólegri en restin og hélt ég því heilmikið aftur af mér fyrstu 5K. Eftir 5K gaf ég svolítið í og eftir nákvæmlega hálft maraþon var ég akkúrat á goal (ekki golf!) pace-i. Eins hélt ég mig nákvæmlega við að labba allar drykkjastöðvar og taka gel við aðra hverja drykkjastöð.
Það var ferlega gaman að hitta Ársæl niður við Sundahöfn og hann var sæll á ferð enda á fínu róli, kvaddi hann við Kirkjusand þar sem leiðir skyldu og var mjög kát að heyra að hann fylgdi fyrirmælunum mínum, þ.e. gefa bara í, enda lítið eftir :)
Eftir ca 25 km fann ég að ég var örlítið farin að hægja á mér, hugsaði mikið að hlaupa eftir hjartanu sem ég þá gerði og það virkaði bara nokkuð vel. Eftir ca 30K var hraðinn aðeins farin að minnka og dugði þá ekki til að hugsa um að hlaupa eftir hjartanu, skrokkurinn var bara orðinn þreyttur þótt pumpan í fínu standi!, Hér hægðist aðeins á mér og ég var mjög meðvituð um það, var samt að reyna en hafði hér töluverðar áhyggjur ef ég myndi pressa of þá myndi ég lenda á vegg svo ég var þokkalega sátt við mig þótt ég væri aðeins að hægja á mér. Vissi að 12K væri löng vegalengd ef ég færi að pressa of mikið og vildi frekar ná að halda mig við að hlaupa alla leið en lenda í vandræðum, skynsemin sem sagt í fyrirrúmi. Eftir ca 35K eða þegar maður er kominn að Gróttu þurfti ég aðeins að berjast við kollinn sem vildi helst labba en ég gaf það ekki eftir enda með slæma reynslu af slíku, og hélt því áfram, komst yfir það þegar ég stoppaði á næstu drykkjarstöð en þá leyfði ég mér að labba meðan ég sötraði á vatni og orku, tók viljandi 3 glös til að næla mér í smá auka labbi tíma¨! hérna var ég aðeins farin að semja við sjálfan mig en vaknaði til lífsins þegar ég sá 4 konur koma fram hjá mér en það var ekki búið að vera mikið um þær svona síðasta legginn....ákvað að nú myndi ég taka mig taki, kíla á þetta enda þá bara um 5K eftir. Nýtt plan, halda í þessar skvísur....ég þurfti að gefa svolítið í til að ná þeim því þessar viðræður höfðu tekið mig nokkrar sek, náði þeim svo og tjáði þeim að ég ætlaði mér að halda í við þær alla leið, bara svo þær vissu nú hvað þessi kona sem varla vildi tjá sig væri að gera þarna, já ég var eiginlega orðin of þreytt til að tala þannig að ég ákvað bara að einbeita mér að því að láta þær ekki fram hjá mér fara, það var alveg nóg að hugsa um þessa stundina. Heyrði í þeim nokkrum sinnum góla, engann æsing stelpur, við ætlum að klára þetta með stæl, ákvað bara að hlýða en var farin að gefa svolítið í.... Þær voru sem sé svaka hressar og blöðruðu og blöðruðu og styttu stundirnar alveg svakalega og gerðu þetta mun bærilegra og bara alls ekki svo slæmt. Ég viðurkenni alveg að ég var orðin þreytt enda aldrei hlaupið eins hratt svona lengi. Ég kom þjótandi í mark á tímanum 3:52:28 sem var 7 mín hægar en upphaflega planið var, en ég var alsæl, ánægð með árangurinn enda 16 mín bæting síðan í maí, ekki annað hægt og ánægð að hafa sett mér svona háleitt markmið, hefði líklega aldreið náð þessum tíma hefði ég sett mér markmið að klára undir 4 tímum! Þrátt fyrir flotta bætingu þá náði ég ekki markmiðinu, þ.e. að qualifya fyrir Boston en þá tekur bara við nýtt markmið, að finna mér leið til þess að tryggja mér Bib númer í næsta Boston maraþoni, apríl 2012.
Ef einhver lumar á góðum ráðum í þeim efnum, þá eru þau vel þegin :)
Kveðja
3R
6 ummæli:
Snilld að lesa þetta og til hamingju aftur með flotta bætingu!
SBN
Glæsilegt hjá þér, til hamingju með PB.
Kv. Sigurgeir
Glæsilegt hjá þér og skemmtileg lesning. Til hamingju með árangurinn, hann er frábær. Ég er hinsvegar alveg á því að ef þú hefðir tekið meira mark á "golf" tímanum þá hefðirðu náð 3;45 :-)
Le Beuf
Gaman að þessu! Til hamingju aftur, elsku Rúna!
Huld
Frábær frásögn og árangur, mín kæra! Innilega til hamingju!
Bryndís
Skemmtileg og ærleg lýsing! Segi sama það var svaka gaman að hitta þig og ég er þér enn þakklátur fyrir hvatninguna, hún bætti tímann minn um ca 3 mín.!! Veit þú klárar Boston með stæl. Kv frá Tokyo!
Ársæll
Skrifa ummæli