þriðjudagur, október 04, 2011
Hádegi 4. okt 2011
Í hádeginu í dag varð sögulegur samruni þegar meðlimir Frjálsa Skokkklúbbsins voru mættir til að hlaupa 12:08 á sama tíma og Dagur og Erla. Í stuttu máli þá yfirtók sá Frjálsi æfinguna og fulltrúar gamla Skokkklúbbsins létu sér það gott heita. Hlaupið var inn að Skógrækt, upp hjá Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, í Öskjuhlíðinni og heim. Á leiðinni tókst formanninum þó að véla skokkara hins Frjálsa inn í gamla klúbbinn og teljast þær Hekla og Gunnur (sjá mynd, sem reyndar var ekki tekin á æfingunni) nú fullgildir félagar.
Jón Örn var sér.
Guðni frjálsi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þórdís var í forstarti og Síams voru sér.
Frjálsi bauð líka upp á armbeygjur í lokin. Hægt var að velja 20 eða 30.
Skrifa ummæli