mánudagur, nóvember 07, 2011

Hádegisæfing 7.11




Mættir, í frábæru veðri: Ívar, Dagur, Guðni, Óli, Erla, Anna Dís, Huld og Sigrún (fulltrúi).

Farnar voru Suðurgata, Hofs, Kaplaskjól, með perranum, allt eftir smekk og áhuga. Dagur sagði skemmtisögu úr nýafstaðinni hlaupakeppni, hverja hann sigraði með miklum yfirburðum sl. laugardag. Innri endurskoðun var ekki á æfingunni en hann var bundinn yfir einhverju misræmi sem fannst við úrvinnslu gagna eftir Park Run hlaupaseríuna á laugardag, hvar hann vermdi annað sætið, sannanlega (það náðist á mynd). Tískuhornið var á sínum stað en þar fóru fyrrverandi formaður og núverandi meintur gjaldkeri klúbbsins fyrir hópnum í litasamsetningu og báru af í þeim efnum. Fyrrverandi aðalritari kýs að nefna þessa mynd Guerillas in the mist. Dæmi svo hver fyrir sig.

Góðar stundir,

SBN

Engin ummæli: