Mættir á sameinaða æfingu hjá Frjálsa og IAC: Gunnur, Hekla, Sigrún Kolsöe og Guðni en frá IAC voru Anna Dís (sem tók myndina), Huld, Sigurgeir, Dagur og Sigrún. Skokkað var inn í skóginn og farið að steini í kirkjugarði sem merktur er K (alveg augljóst hvar hann er). Þar lagði fráfarandi formaður línurnar með aðstoð fulltrúa frá Frjálsa; VOD dagsins voru 4 brekkusprettir upp að lífrænu úrgangstunnunni og skokk niður. Bónussprettur var í boði nýliðanna frá Frjálsa við mikinn fögnuð. Léttur úði var á vettvangi og kátt í mönnum og konum þótt síamstvíburunum hefði þótt nóg um innskot Baldurs og Konna í návist nýliðunarkvennanna. Augljóst er á athæfi þeirra kumpána að þeir hyggja á nýja landvinninga í þeim geira en Geiri smart lét sér þetta allt í léttu rúmi liggja, enda lætur hann ekki stjórnast af slíkum sýndarveruleika.
Alls milli 6-7k en gæði nokkuð góð.
Góðar stundir,
SBN f.h. sameinaðra
1 ummæli:
Þá voru hótelsystur á foræfingu. Samtals 11 hlauparar (8 konur, 3 karlar).
GI
Skrifa ummæli