Hádegisæfing 27. desember
Undirritaður var sá eini sem hóf hlaup í dag frá Natura. Ákvað að fara rétt "Sæli´s" í kringum flugvöllinn um Hofsvallagötu. Einmana í þungum þönkum og þæfingi hljóp ég næstum á annan hlaupara sem ég mætti við HR. Þar var komin Þórdís sem hafði lagt af stað að heiman til að hlaupa sama hring en rang "Sæli´s" um sömu Hofsvallagötu. Tókust með okkur fagnaðarfundir og sneri ég samstundis við og elti Dísu. Við ræddum atburði liðinna daga, Jólamatinn og gjafirnar og margt fleira skemmtilegt. Nokkur snjóþæfingur víða og dálítil hálka á köflum. Bjartviðri annars.Fáir á ferli á stígnum. Kvöddumst á Ægissíðu þegar Dísa fór heim og ég til vinnu. Hreppti éljagang síðusta kílómeterinn. Dísa hefur farið ca 8,5 en ég endaði á 10, 4 með krullum. Ég hljóp á hálku gormum frá Afreksvörum, eins gott í hálkunni, okurverðið sem ég greiddi var samt enn að pirra mig.
kv.
Sæli
4 ummæli:
og takk fyrir hlaupið Sæli.. Þetta var æði
Thetta fæst à um 3000 kr. Ì Gardsapóteki.
Jólakv. S
Væntanlega er þetta æfing 27. desember. DE
Það ku rétt vera.
Kv.
Ritari
Skrifa ummæli