fimmtudagur, febrúar 16, 2012

Samfélagið í nærmynd 16. feb.

Mættir: Óli, Sigurgeir, Sigrún en úr Frjálsa voru Gunnur le Bon og William the Conqueror, sem voru  á sérleið.  Þremenningarnir fóru Hofsvallagötu í ágætu veðri en síðan skall á með hagléli um miðjan tempókaflann (8 mín.).  Í niðurskokkinu heim að hóteli helltum við úr skálum reiði okkar varðandi niðurfellingu skulda, erlend lán, óráðsíu, skattþrep og fleira óréttlæti samfélagsins.  Höfum við því ákveðið að fimmtudagar verði samfélagslega reiðir dagar.
Fín æfing, 8,2k
Kveðja,
SBN

Engin ummæli: