föstudagur, mars 23, 2012

EDI 2012 - Æfing laugardaginn 24. mars

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er kominn linkur hér á síðuna (undir Hagnýtir hlekkir) í þá maraþon æfingaáætlun sem við erum að styðjast við sem erum að fara til Edinborgar í maraþonið í lok maí.

Á morgun laugardag verður lagt af stað frá Árbæjarlauginni klukkan 9:00.
Upphitun tæpur klukkutími fyrir ParkRun (5k - munið að skrá ykkur og prenta út strikamerki) og síðan niðurskokk annar klukkutími.  Áætluð lok fyrir klukkan 11:30.  Upp- og niðurskokk á rólegu tempói.

Allir velkomnir og möguleiki á að taka hvaða hluta þessarar æfingar sem er því hún brotnar svo skemmtilega uppí þrjá hluta.

Góðar stundir,
Dagur

Engin ummæli: