Á laugardaginn fór fram vormaraþon FM þar sem boðið var upp á hálft- og heilt maraþon.
Margir okkar félagsmanna þreyttu hlaupið með flottum árangri í frábæru veðri, sól og hægum andvara. Tímarnir birtast þegar búið er að leiðrétta þá, en einhver bilun varð í tímatökukerfi.
Einn galli var þó á gjöf Njarðar-
Tilkynning frá stjórn FM vegna Vorþonsins 2012
"Brautin í vormaraþoninu var of löng!
Þau slæmu mistök urðu við merkingar á hlaupabrautinni kvöldið fyrir keppnisdaginn að snúningskeilan við Ægissíðuna var sett niður á röngum stað eða á gamla snúningspunktinn. Þetta gerði það að verkum að brautin lengdist um nákvæmlega 111m í hvora átt. Þetta þýðir að 1/2 maraþonið var 222m of langt og maraþonið 444m... of langt. Við hörmum þessi mistök og biðjum alla þátttakendur innilega afsökunar á þessu. Margir voru nálægt því að bæta sig og í sumum tilvikum við það að brjóta niður múra sem vissulega hefðu fallið hefði þetta ekki gerst. Okkur er fullkomlega ljóst að svona lagað má bara ekki gerast. Við voru að vinna við þetta seint um kvöldið eftir vinnu í myrkri sem er engin afsökun en skýrir kannski hvernig okkur yfirsást þetta. Í björtu daginn eftir lá þetta alveg ljóst fyrir. Hér var um mannleg mistök að ræða og ekkert við því að gera úr því sem komið er. Við munum gera ráðstafanir sem tryggja það að þetta komi ekki fyrir aftur. Þær munu felast í því að fjarlægja allar eldri merkingar og merkja nýja snúningspunktinn greinilega."
F.h. stjórnar FM
Pétur Helgason formaður
Engin ummæli:
Skrifa ummæli