þriðjudagur, maí 01, 2012

1. maí - Sprettæfing í Mávabæ

Mættir á sprettæfingu á aðalíþróttaleikvangi Mávabæjar (alias Klobbavogur) vóru eftirtaldir: FÍDOS

Upphitun fyrir æfinguna hófst frá heimili hvers og eins og var miðað við að menn yrðu komnir á ráspól íþróttaleikvangsins kl. 0900.  Þar tóku við 8 sinnum 800 metra sprettir og runnu þeir ljúft um fætur manna, svo ljúft að einhverjir rugluðust í talningunni (héldu að þeir ættu fleiri spretti eftir) eða vildu taka bónussprett(i).  Niðurskokk fólst svo í því að hver og einn hélt heim á leið.

Fyrrum aðalritari flokksis tók síðan sambærilegt prógram tveim klukkustundum síðar (reyndar ekki í Mávabæ).  Ekki er vitað hvað aðrir meðlimir flokksins gerðu á frídegi verkafólks, en þeir sem gerðu eitthvað mega gjarnan skrifa um það í athugasemdakerfinu.

Núverandi ritari flokksins
Óverendát

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ansi voruð þið dugleg. Við Rúna Rut áttum aftur á móti stefnumót í Boston á frídegi verkalýðsins. Hittumst á Harvard Bridge kl.08:45 og hlupum a.m.k. 10 km meðfram Charles River. Skipst var á keppnissögum og ýmislegt rætt. Hellirigning og 8 stiga hiti náði ekki að spilla þessari gæðastund.
Huld