þriðjudagur, maí 08, 2012

8. maí - Hámark(s árangur)

Þá var komið að hámarki sprettæfinga fyrir Edinborgarfara.  Alls skildi hitað upp í 28 mín, hlaupnir 9 x 800m sprettir og svo 28 mín niðurskokk.  Fór þetta fram síðdegis.

Lagt af stað frá HLL kl rúmlega 17 (upphitun) á hinn rómaða íþróttaleikvang Mávabæjar, þar sem sprettirnir voru teknir.  Síðan hlaupið aftur að HLL (niðurskokk).  Tæplega tveggja tíma æfing.

Þetta framkvæmdu: Hulduefnið, Johnnie Be Good, Óli Spóli, Ibsen, Fjölnir í Spice Girls, Geiri glassúr, Oddgeir pulsukóngur og Dag eftir dag.

Fyrr um daginn hafði Sigga Bí tekið sama prógram í nágrenni heimilis síns.

Ekki er vitað hvað fór fram á hádegisæfingunni en þeir sem mættu þá mega gjarnan "kommenta".

Riddarinn

Engin ummæli: