mánudagur, maí 07, 2012

Hádegisæfing 7. maí

Mættir: María Rún, fór Öskjuhlíðarhring, Óli, Dagur, Guðni, Huld, Ívar, Sigrún. Þau fóru Hofsvallagötuna á EDI tempói. Búið er að ákveða að það verður Eurovísjón gleðskapur kvöldið fyrir maraþon í EDI en ekki er alveg vitað hvar. það sem er vitað er hinsvegar það að hver kemur með sinn snakkpoka og kók. Einnig sást til Arnanna, Oddgeirs og Mr. Eagle, en þeir voru báðir á sérleiðum. Gamle Ole, fyrrum stóraðdáandi Hannesar Hólmsteins, þurfti mjög skyndilega að stökkva niður í Nauthólsvík og kom tilbaka með fólskulegan sælusvip. Ekki skyldi mann undra ef fréttir af Öskjuhlíðarperranum færu að birtast von bráðar í netmiðlum. Aftur. Kv. S

Engin ummæli: