mánudagur, júní 18, 2012
Mánudagsæfing, 18. júní
Ágætis mæting í hádeginu. Það sást til fjögurra félagsmanna þjófstarta (ekki í fyrsta skipti sem það gerist). Sagt er að þar hafi Ársæll, María Rún, Þórdís og ónefndur nýliði verið á ferð. Á réttum tíma fóru hins vegar Dagur, Guðni, Síams (báðar), Úle, Gunnur, Sveinkbjörn og O-man. Helst var rætt um það hvað teljist rétt og rangt málfar. M.a. var krufið hvort næsti fimmtudagur teljist vera eftir 3 daga eða 10 daga og hvort sé eðlilegra að tala um 8. áratuginn sem tímabilið milli 1970 og 1980 eða 1980 og 1990. Engin niðurstaða fékkst í þetta argaþras önnur en sú að nýr málfarsráðunautur hópsins, Dagur, bauðst til að taka það að sér að samræma misræmið sem augljóslega ríkir milli ýmissa tungumála í þessum efnum (t.d. íslensku, dönsku og ensku). Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála enda Dagur rómaður tungumálamaður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli