Mættir: Guðni, Jens (frá Kanada), Gunnur, Anna Dís, Dagur, Katrín og Sigurgeir
Gunnur og Katrín fóru Suðurgötu á meðan rest fór rólega Hofs. Það gekk samt eitthvað illa til að byrja með að fá Jens til að halda rólegu tempó, greinilegt að rólegt í Kanada er eitthvað hraðar en á Íslandi. Það var gaman að fá Jens í heimsókn og vonandi hefur hann tíma til að heiðra okkur með nærveru sinni oftar í sumarfríinu sínu.
Það fréttist af nokkrum félagsmönnum fyrir norðan í síðustu viku að keppa í Akureyrarhlaupinu:
10 KM
30:18 Kári Steinn Karlsson
36:55 Arndís Ýr Hafþórsdóttir
40:30 Dagur Egonsson
Kveðja,
Sigurgeir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli