mánudagur, október 29, 2012

Mánudagur 29. okt - Fleyg orð örmagna hlaupara

Mestmegnis hrútar mættu í dag: Jón formaður, Íbbi, Úle og Tag Heuer.  Að auki hlupu Fjölnismaðurinn og Oddgeir með hrútspungunum.  Hefðbundinn hringur via Hofsvallagötu hlaupinn og ýmislegt skrafað, þ.á.m. afrek okkar kvenna í Frankfurt í gær, sunnudag.

Í framhaldi af umræðu um maraþonhlaupið í Frankfurt bar á góma tvö skemmtileg tilsvör Dags og Fjölnis (ýmist sönn eða færð í stílinn) við komu þeirra í mark í maraþonhlaupum þar sem menn voru algerlega búnir á því.  Þegar Dagur kom í mark um árið í Boston, blautur og hrakinn, kom starfsmaður hlaupsins að honum og spurði á sína amerísku vísu: "Ær jú ókei?".  Flestir sem þekkja eitthvað til Dags myndu ætla að Dagur hefði nú bara harkað af sér og sagt "Æ em fæn!".  En því var nú ekki að heilsa og á Dagur að hafa svarað eitthvað á þessa leið "Nó æ em not".  Og var ekki að sökum að spyrja; maðurinn var dreginn rakleitt inn í sjúkratjald þar sem hlúð var að honum með nuddi og öðrum fínheitum.  Saga Fjölnis var eitthvað á þá leið að þegar hann kom örmagna í mark í Edinborg nú í vor var ástand hans slíkt að vallarvörðum þótti vissast að skella honum strax í hjólastól.  Á Fjölnir að hafa sagt hátt og snjallt rétt áður en hann settist örmagna í hjólastólinn: "Æ em a kargóking!".

Alls 8.5 km í frábæru stuttbuxnaveðri.  Eins og svo oft áður mættu menn Jóa hinum fyrri þegar verið var að teygja.  Jói hafði gengið af göflunum í hádeginu, eins og svo oft áður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ykkur tókst nú fyrir það minnsta að klára strákar mínir, það er meira en ég get sagt!

Kveðja frá magakveisaranum
RRR